Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   fös 10. maí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Nicolas Pepe fer frá Trabzonspor - Vill spila áfram í Evrópu
Nicolas Pepe
Nicolas Pepe
Mynd: Getty Images
Fílabeinsstrendingurinn Nicolas Pepe yfirgefur tyrkneska félagið Trabzonspor eftir þetta tímabil.

Pepe, sem er 28 ára gamall, er annar dýrasti leikmaður í sögu enska félagsins Arsenal.

Hann var keyptur frá Lille árið 2019 en skoraði aðeins 27 mörk í 112 leikjum sínum með félaginu.

Á síðasta ári náði Pepe samkomulagi við Arsenal um að rifta samningnum og hélt hann til Trabzonspor í Tyrklandi. Það ævintýri er nú á enda eftir aðeins eitt tímabil þar.

Pepe hefur komið að 7 mörkum í 20 leikjum á tíma sínum hjá félaginu en samningur hans var bara til eins árs og því frjálst að fara eftir tímabilið.

Félög í Mið-Austurlöndunum hafa sýnt honum mikinn áhuga en hann vill helst af öllu spila áfram í Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner