Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   þri 12. október 2021 19:40
Arnar Laufdal Arnarsson
Sævar Atli: Spenntur að spila aftur við þá
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sævar Atli Magnússon framherji Lyngby og íslenska U-21 landsliðsins var svekktur eftir svekkjandi 0-1 tap gegn Portúgal í dag en íslenska liðið átti frábæran leik.

"Mér fannst við ekki síðra liðið í dag, okkar gameplan var klárlega að leyfa þeim að vera með boltann, koma upp með boltann og setja svo pressu á þá, það gekk vel við fengum góð færi, þeir fengu góð færi þannig þetta var bara hörkuleikur sem datt þeirra megin í dag og þetta var gríðarlega svekkjandi" sagði Sævar Atli í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Ísland U21 0 -  1 Portúgal U21

Hvernig fannst Sævari portúgalska liðið?

"Þeir eru helvíti öflugir, þeir eru með nokkra einstaklinga sem eru rosalega öflugir á boltann en það er ekki alltaf það sem maður vill í fótbolta, of marga gæja sem nenna að hanga á boltanum þannig við vissum að ef við myndum vera þolinmóðir í vörninni þá myndu alltaf koma einhver mistök sem við myndum nýta okkur og við vorum nálægt því í dag"

Sanngjörn úrslit að mati Sævars?

"Nei fannst þetta ekki sanngjörn úrslit en svona er bara fótboltinn, stundum náum við ekki að koma boltanum yfir línunna en ég er gríðarlega spenntur að fara spila á móti þessu liði aftur því við eigum klárlega séns í þá"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Sævar talar um tíma sinn hjá Lyngby og hvernig það sé að hafa Frey Alexandersson sem aðalþjálfara.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner