Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
Gunnar elskar lífið á Íslandi - „Núna er ég að hjálpa kærustunni að keyra hérna"
Fyrsti leikur Jóns Guðna í tvö og hálft ár - Fékk mikla ást frá liðsfélögunum
Rúnar Páll fúll: Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Dóri Árna: Gengum á lagið og kláruðum þetta fagmannlega
Heimir Guðjóns: Það voru forsendur í dag til að vinna Víking
Sölvi stoltur af flottu svari - „Ég hef ekki enn heyrt í Arnari"
Höskuldur: Í heildina bara fagmannleg frammistaða
Arnþór Ari: Þetta kemur okkur ekki á óvart
Ómar Ingi: Ég tileinka mæðrum drengjanna sigurinn
Gregg Ryder: Hvergi meiri pressa en í KR
Þjálfarinn braut Þorra niður: Finnst ekki miklar líkur á að ég fari aftur út til Lyngby
Hólmar Örn um markið: Ekki alveg viss af hverjum hann fór inn
Haukur Páll: Eykur möguleikana að sækja þrjú stig ef þú skorar þrjú mörk
Haddi um sögurnar af Viðari: Það er bara mjög ljótt að ljúga upp á fólk
Vill að menn líti í spegil - „Línan var eins og hjartalínurit”
Kominn með 6 mörk í 6 leikjum - „Get ekki kvartað“
Ætlaði að halda liðsfund en var stoppaður - „Frábærlega gert hjá þeim“
   mán 13. nóvember 2023 20:20
Elvar Geir Magnússon
Vín
„Mætti um morguninn og var sagt að ég væri kominn í annan klefa“
Kristian Nökkvi Hlynsson á æfingu í Vínarborg í kvöld.
Kristian Nökkvi Hlynsson á æfingu í Vínarborg í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristian í leik með Ajax.
Kristian í leik með Ajax.
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já það er markmiðið," svaraði Kristian Hlynsson þegar hann var spurður að því hvort hann vonaðist ekki eftir því að leika sinn fyrsta A-landsleik í þessum landsleikjaglugga.

Þessum nítján ára leikmanni líst vel á komandi leiki, gegn Slóvakíu á fimmtudag og Portúgal á sunnudag. Hann hefur verið í landsliðshópnum síðustu leiki en er enn að bíða eftir tækifærinu.

Age Hareide landsliðsþjálfari hefur ekki leynt aðdáun sinni á Kristian sem fótboltamanni og sagði á dögunum að hann væri hreinlega aðdáandi hans.

„Það var bara flott. Vonandi eru allir þjálfarar sem maður fer til aðdáendur manns og vilja að ég spili," sagði Kristian þegar hann var spurður út í ummæli hins norska. Kristian spjallaði við Fótbolta.net eftir æfingu í Vínarborg í kvöld.

Þó enn séu örlitlir tölfræðilegir möguleikar á að Ísland komist upp úr riðlinum má búast við því að umspil verði niðustaðan

„Það er allt hægt. Þetta eru tvö mjög góð lið og við þurfum að eiga okkar allra besta leik til að vinna þau."

   08.11.2023 14:00
„Ég er mikill aðdáandi Kristians Hlynssonar"

Ljósið í myrkrinu hjá Ajax
Kristian er einn okkar efnilegasti leikmaður og hefur verið að fá stærra og stærra hlutverk með hollenska stórliðinu Ajax. Á dögunum var tilkynnt að hann væri alfarið orðinn leikmaður aðalliðsins og dagar hans hjá varaliðinu og unglingaliðinu taldir. Það þýðir að hann er kominn í nýjan klefa á æfingasvæðinu.

„Það var mjög gaman. Ég mætti um morguninn og mér var sagt að ég væri kominn í annan klefa," segir Kristian.

Talað hefur verið um að Kristian sé einn af fáum björtum punktum á erfiðu tímabili Ajax. Liðið var í botnsætinu í Hollandi nýlega og blóðheitir stuðningsmenn létu óánægju sína í ljós.

„Þegar maður er inni á vellinum þá fókusar maður meira á leikinn. Ef við vinnum eru allir glaðir. Svo vilja stuðningsmennirnir fá meira ef ekki gengur nægilega vel. Það er bara markmiðið að klifra upp töfluna og gera vonandi aðeins betur í Evrópudeildinni og komast áfram þar," segir Kristian en Ajax hefur aðeins náð að rétta úr kútnum, er í tólfta sæti af átján liðum.

   02.11.2023 12:13
„Í svartnættinu hjá Ajax skín íslenskt ljós"

Athugasemdir
banner
banner
banner