Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
Gunnar elskar lífið á Íslandi - „Núna er ég að hjálpa kærustunni að keyra hérna"
Fyrsti leikur Jóns Guðna í tvö og hálft ár - Fékk mikla ást frá liðsfélögunum
Rúnar Páll fúll: Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Dóri Árna: Gengum á lagið og kláruðum þetta fagmannlega
Heimir Guðjóns: Það voru forsendur í dag til að vinna Víking
Sölvi stoltur af flottu svari - „Ég hef ekki enn heyrt í Arnari"
Höskuldur: Í heildina bara fagmannleg frammistaða
Arnþór Ari: Þetta kemur okkur ekki á óvart
Ómar Ingi: Ég tileinka mæðrum drengjanna sigurinn
Gregg Ryder: Hvergi meiri pressa en í KR
Þjálfarinn braut Þorra niður: Finnst ekki miklar líkur á að ég fari aftur út til Lyngby
Hólmar Örn um markið: Ekki alveg viss af hverjum hann fór inn
Haukur Páll: Eykur möguleikana að sækja þrjú stig ef þú skorar þrjú mörk
Haddi um sögurnar af Viðari: Það er bara mjög ljótt að ljúga upp á fólk
Vill að menn líti í spegil - „Línan var eins og hjartalínurit”
Kominn með 6 mörk í 6 leikjum - „Get ekki kvartað“
Ætlaði að halda liðsfund en var stoppaður - „Frábærlega gert hjá þeim“
   mán 13. nóvember 2023 20:54
Elvar Geir Magnússon
Vín
Willum: Full trú á því að við getum komist á EM
Age Hareide landsliðsþjálfari og Willum Þór Willumsson.
Age Hareide landsliðsþjálfari og Willum Þór Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Willum Þór Willumsson ræddi við Fótbolta.net eftir æfingu Íslands í Vínarborg í kvöld. Ísland er að búa sig undir útileiki gegn Slóvakíu á fimmtudag og Portúgal á sunnudag.

Ísland á enn tölfræðilega möguleika á að trygga sér á EM í gegnum riðilinn en líkurnar eru litlar sem engar, hreint ekki raunhæfar. Það er því eðlilegast að líta á komandi leiki sem mikilvæga undirbúningsleiki fyrir væntanlegt umspil í mars.

„Þetta eru tveir mjög flottir leikir, tveir erfiðir leikir líka. Þetta eru tveir útileikir. Ég held að við séum að hugsa þetta allir nokkuð eins, koma saman sem lið og kannski undirbúa leikina í mars," segir Willum

„Við eigum pínulítinn séns (á að komast í gegnum riðilinn), við förum inn í Slóvakíuleikinn og reynum að vinna hann og sjáum hvað gerist. Aðal fókusinn er að undirbúa marsleikina og gera liðið tilbúið fyrir þá."

Erum að stefna í rétta átt
Willum telur að íslenska landsliðið sé á réttri leið og þróunin hafi verið í rétta átt síðan hann kom inn í liðið.

„Ég held að hún hafi verið nokkuð góð. Við spiluðum tvo góða leiki þá og vorum óheppnir að fá ekki stig. Við höfum byggt ofan á það núna og þróunin hefur verið fín. Mér finnst við vera að stefna í rétta átt og erum betri með hverjum glugganum."

Hann segir fulla trú á því innan hópsins að liðið nái því markmiði að komast á EM í Þýskalandi.

„Algjörlega. Við erum með fullt af flottum leikmönnum, mönnum sem eru að spila vel í Evrópu og eru að gera vel. Við ættum að eiga góða möguleika gegn liðunum sem við mætum líklega í mars svo ég held að það sé full trú á því."

Sóknarlega er breiddin mikil í íslenska liðinu og samkeppnin hörð.

„Ég held að það sé mjög erfitt fyrir þjálfarana að velja liðið, það eru margir góðir leikmenn og þá sérstaklega fram á við," segir Willum sem hefur verið að spila fantavel með Go Ahead Eagles í hollensku deildinni en í viðtalinu hér að ofan ræðir hann einnig um gott gengi sitt þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner