Portúgalski landsliðsmaðurinn Nani er á leið til Inter samkvæmt ítölskum og enskum fjölmiðlum.
Nani er 29 ára og var seldur til Fenerbahce á 6 milljónir evra síðasta sumar. Nani var einn af bestu mönnum Fenerbahce á tímabilinu en hefur ákveðið að yfirgefa félagið þar sem hann er falur fyrir 8 milljónir evra þökk sé kaupákvæði í samningnum.
Nani er 29 ára og var seldur til Fenerbahce á 6 milljónir evra síðasta sumar. Nani var einn af bestu mönnum Fenerbahce á tímabilinu en hefur ákveðið að yfirgefa félagið þar sem hann er falur fyrir 8 milljónir evra þökk sé kaupákvæði í samningnum.
Nani gerði 12 mörk í 46 leikjum á síðasta tímabili, en þar áður átti hann mjög gott tímabil á láni hjá Sporting CP í portúgalska boltanum.
Nani fékk einnig tilboð frá Kína en hann vill frekar spila í hæsta gæðaflokki meðan aldurinn leyfir.
Athugasemdir