banner
   mið 14. nóvember 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Aron: Förum ekki að væla fyrir né eftir leik
Icelandair
Aron á æfingu í Brussel í dag.
Aron á æfingu í Brussel í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég man ekki eftir svona mörgum lykilmönnum sem hafa verið meiddir á sama tíma en við þurfum að taka þessu eins og menn," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, á fréttamannafundi í dag fyrir leikinn gegn Belgum annað kvöld.

Tiu leikmenn eru á meiðslalistanum fyrir leikinn og þar á meðal nokkrir lykilmenn.

„Ef það er hægt að taka eitthvað jákvætt út úr þessu þá eru leikmenn að fá séns á móti virkilega sterku liði Belga. Við förum ekki að væla fyrir né eftir leik. Við þurfum að standa saman og gera þetta eins og menn."

Gaman að sjá ungu peyana
Aron er sjálfur mjög ánægður með undirbúninginn fyrir leikinn gegn Belgum.

„Þetta hefur verið mjög fínt. Æfingarnar hafa verið góðar í dag og í gær. Strákarnir sem eru að koma inn hafa sitt að sanna og það er gaman að sjá ungu peyana. Mér finnst þeir vera tilbúnir. Þeir eru að gefa allt í þetta. Það er mikið tempó og gæði á æfingum. Ég er virkilega sáttur með æfingarnar."

Íslenska landsliðið hefur ekki unnið alvöru leik á þessu ári og Aron var spurður út í það.

„Fólk hefur rétt á að gagnrýna okkur. Þegar gengur vel þá tökum við hrósið og þegar gengur illa þá þurfum við að taka gagnrýninni. Við þurfum að halda áfram að leggja hart að okkur og viljum sýna að við viljum þetta," sagði Aron.
Athugasemdir
banner
banner
banner