Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 14. nóvember 2018 23:28
Brynjar Ingi Erluson
Atli Arnarson á leið í HK
Atli Arnarson í leik með ÍBV
Atli Arnarson í leik með ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Nýliðar HK í Pepsi-deildinni eru að styrkja sig fyrir komandi átök en Atli Arnarson er að ganga í raðir félagsins samkvæmt öruggum heimildum Fótbolta.net.

Atli, sem er fæddur árið 1993, er uppalinn á Sauðárkróki, en hefur spilað í efstu deild með Leikni og ÍBV.

Hann lék 19 leiki fyrir ÍBV í Pepsi-deildinni í sumar en ákvað að rifta samningnum eftir tímabilið.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er allt frágengið varðandi skipti hans í HK og verður það tilkynnt á næstu dögum.

HK lenti í 2. sæti deildarinnar en ÍA vann deildina á markatölu.

HK-ingar hafa þá verið duglegir að framlengja við lykilmenn að undanförnu og er væntanlega von á frekar styrkingu á næstu vikum og mánuðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner