Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 14. nóvember 2018 11:35
Magnús Már Einarsson
Brussel
Birkir Már ekki með - Tíu fjarverandi vegna meiðsla
Icelandair
Birkir á skokkinu á æfingu í dag.
Birkir á skokkinu á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson verður ekki með í leiknum gegn Belgum í Þjóðadeildinni annað kvöld vegna meiðsla aftan í læri.

Birkir tognaði gegn Frökkum í síðasta mánuði og hefur verið í kapphlaupi við tímann. Erik Hamren, landsliðsþjálfari, staðfesti á fréttamannafundi nú rétt í þessu að Birkir verði ekki með.

Birkir hefur ekki tekið þátt í æfingum íslenska liðsins í Belgíu en hann hefur einungis skokkað og verið í sérstökum æfingum ásamt Friðriki Ellert Jónssyni sjúkraþjálfara.

Að sögn Hamren er stórt spurningamerki hvort Birkir nái leiknum gegn Katar á þriðjudaginn.

Ótrúlega mörg forföll eru í íslenska hópnum fyrir komandi leiki en alls eru tíu leikmenn á meiðslalistanum. Líklega eitthvað sem er met hjá íslenska landsliðinu.

Birkir Bjarnason, Ragnar Sigurðsson, Emil Hallfreðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Hólmar Örn Eyjólfsson og Björn Bergmann Sigurðarson eru einnig fjarverandi.

„Ég hef verið þjálfari í meira en 35 ár en ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt," sagði Hamren um meiðsli leikmanna.

Leikur Belgíu og Íslands hefst klukkan 19:45 annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner