Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 14. nóvember 2018 19:51
Brynjar Ingi Erluson
Draumur Pulisic að spila á Englandi
Christian Pulisic í leik með Borussia Dortmund
Christian Pulisic í leik með Borussia Dortmund
Mynd: Getty Images
Christian Pulisic, leikmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi, dreymir um að spila í ensku úrvalsdeildinni.

Bandaríski landsliðsmaðurinn er einn eftirsóttasti vængmaður heims en hann er alinn upp í Bandaríkjunum. Hann gekk til liðs við Dortmund fyrir þremur árum og hefur þróað leik sínn gríðarlega á þeim tíma.

Hann hefur spilað yfir 100 leiki fyrir félagið og skorað 15 mörk þrátt fyrir að vera aðeins 20 ára gamall.

Ensku blöðin hafa verið dugleg að orða hann við Liverpool en draumur hans er að spila í ensku úrvalsdeildinni og ýtir það undir orðróminn.

„Ég er að eiga frábær ár hjá Dortmund og er að njóta þess í botn en það mun koma sá tími þar sem ég ræði framtíð mína," sagði Pulisic.

„Það eru margar greinar um mig og ég reyni að fjarlægast það að lesa þær. Það að spila á Englandi og í ensku úrvalsdeildinni er draumur allra knattspyrnumanna, þannig það er aldrei að vita nema maður spili þar einn daginn," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner