Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 14. nóvember 2018 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kovacic: Liverpool vinnur ekki titilinn með Lovren í liðinu
Mynd: Getty Images
Mateo Kovacic, miðjumaður Chelsea og króatíska landsliðsins, fór í stutt og laggott viðtal við króatíska vefmiðilinn 24 Sata.

Í viðtalinu var hann spurður hvort hann teldi Liverpool eiga möguleika á Englandsmeistaratitlinum og svaraði því neitandi, ekki meðan þeir eru með Dejan Lovren í liðinu.

Kovacic og Lovren eru liðsfélagar í króatíska landsliðinu og gegna báðir hlutverki í toppbaráttunni, þar sem tvö stig skilja liðin að í öðru og þriðja sæti deildarinnar.

„Liverpool verður ekki Englandsmeistari. Af hverju? Því Dejan Lovren er í liðinu," sagði hann og uppskar hlátrasköll.

Kovacic og Lovren komu saman upp gegnum unglingastarf Dinamo Zagreb og eru miklir vinir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner