Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
Karen María: Loksins einhver önnur en Sandra
Úlfur: Attum að fara inn í hálfleik með forystu
Siggi Höskulds: Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
Gunnar elskar lífið á Íslandi - „Núna er ég að hjálpa kærustunni að keyra hérna"
Fyrsti leikur Jóns Guðna í tvö og hálft ár - Fékk mikla ást frá liðsfélögunum
Rúnar Páll fúll: Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Dóri Árna: Gengum á lagið og kláruðum þetta fagmannlega
Heimir Guðjóns: Það voru forsendur í dag til að vinna Víking
Sölvi stoltur af flottu svari - „Ég hef ekki enn heyrt í Arnari"
Höskuldur: Í heildina bara fagmannleg frammistaða
Arnþór Ari: Þetta kemur okkur ekki á óvart
Ómar Ingi: Ég tileinka mæðrum drengjanna sigurinn
Gregg Ryder: Hvergi meiri pressa en í KR
Þjálfarinn braut Þorra niður: Finnst ekki miklar líkur á að ég fari aftur út til Lyngby
Hólmar Örn um markið: Ekki alveg viss af hverjum hann fór inn
Haukur Páll: Eykur möguleikana að sækja þrjú stig ef þú skorar þrjú mörk
Haddi um sögurnar af Viðari: Það er bara mjög ljótt að ljúga upp á fólk
   fim 14. desember 2023 16:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lublin, Póllandi
Kristófer heillaðist af leikstílnum og genginu: Fullkomið lið fyrir mig
,,Það er frí framundan þannig að menn hafa enga afsökun"
Reyndi hjólhestaspyrnu í leiknum gegn Maccabi.
Reyndi hjólhestaspyrnu í leiknum gegn Maccabi.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Á æfingu í gær.
Á æfingu í gær.
Mynd: Breiðablik
Kristófer Ingi Kristinsson, leikmaður Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net í dag. Blikar undirbúa sig nú fyrri leikinn gegn Zorya Luhansk sem hefst eftir tæpa fjóra tíma.

Leikurinn fer fram á Lublin Arena í Póllandi og er um lokaleik tímabilsins hjá Breiðabliki að ræða. Leikurinn hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma.

„Leikurinn leggst mjög vel í mig, síðustu tveir leikir hafa verið mjög fínir hjá liðinu, verið óheppnir að ná ekki í stig og ég held að þetta gæti verið leikur þar sem við gætum stefnt á að sækja þrjú stig."

„Að mótívera sig fyrir leikinn er mjög auðvelt allavega fyrir mig,. Þetta er seinasti leikur tímabilsins þannig að menn eiga að geta gefið allt í þetta; það er frí framundan þannig að menn hafa enga afsökun."


Kristófer missti af fyrstu leikjum Blika í riðlakeppninni vegna meiðsla.

„Ég komst inn í hlutina í sumar, svo tognaði ég á móti Val og var frá í einhverjar 6-7 vikur og hef verið að ná mér síðan þá. Það var leiðinlegt að detta úr takti. Það hefur verið óheppni hjá mér hvað varðar meiðsli, en maður klárar þennan leik og svo er það bara næsta tímabil sem ég hlakka mikið til líka."

„Skrokkurinn er allur að koma til. Ég tognaði í kálfa og það vantar smá leikform, það er ekki spilað jafnmikið og í sumar."


Kristófer samdi við Breiðablik í félagaskiptaglugganum í sumar. Af hverju valdi hann Breiðablik?

„Það hvernig liðið spilar, hvernig gengið síðustu ár hefur verið og hvernig leikstíllinn er leist mér mjög vel á. Sama með þjálfarastílinn, hann hefur verið mjög sjarmerandi. Ég var að koma heim og held að þetta hafi verið fullkomið lið fyrir mig miðað við hvernig ég spila og annað. Svo er ákveðin gulrót með þetta spennandi Evrópuverkefni. Ég var óheppinn að missa af flestum af þessum leikjum," sagði Kristófer.

Hann lék í sumar sinn fyrsta keppnisleik á Íslandi. Hann er uppalinn í Stjörnunni en hefur leikið með Willem II, Grenoble, Jong PSV, SönderjyskE og Venlo erlendis.

Hann var spurður nánar út í heimkomuna, síðasta tímabil í Hollandi og framhaldið. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner