Christian Tello, leikmaður Barcelona, staðfestir að Liverpool hafi reynt að fá sig í sumar. Hann segist hinsvegar aldrei hafa hugsað um að fara í sumar.
Tello var orðaður við nokkur ensk lið í sumar, en Arsenal og Liverpool voru þar oftast nefnd.
Þessi 22 ára gamli leikmaður hefur fengið fá tækifæri í sterku liði Barcelona eftir að hafa brotist inn í aðalliðið fyrir þremur árum síðan.
,,Þjálfarinn treystir á mig, ég er ánægður og tilbúinn til að spila," sagði Tello.
,,Liverpool hafði áhuga á mér ég hugsaði aldrei um að fara."
Tello skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning hjá Barcelona í ágúst.
Athugasemdir