Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 15. nóvember 2018 16:30
Arnar Helgi Magnússon
Alisson í skýjunum með markmannsþjálfara Liverpool
Mynd: Getty Images
Brasilíski markvörðurinn Alisson hefur farið vel af stað með Liverpool og haldið sjö sinnum hreinu í fyrstu tólf leikjunum, jafnoft og landi sinn Ederson hjá Manchester City.

John Achterberg, markmannsþjálfari Liverpool virðist vera í miklu uppáhaldi hjá Alisson en markvörðurinn segir hann stóra ástæðu þess hve vel honum gengur að aðlagast lífinu á Englandi.

„John er ekki bara frábær markmannsþjálfari heldur líka frábær gaur. Síðan ég kom hingað hef ég tekið eftir því hvað hann er elskaður af öllum í kringum félagið."

„Það er mjög gott að vinna með honum. Hann er rólegur og yfirvegaður. Við lærum af hvorum öðrum. Hann er að hjálpa mér mikið að vinna í þeim veikleikum sem ég hef haft."

„Samband markvarðar og markmannsþjálfara þarf að vera gott. Það þarf að byggjast á trausti. Við markmennirnir lítum á okkur sem lið sem þróumst saman í rétta átt."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner