Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fim 15. nóvember 2018 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Einar: Þjóðadeildin má fara - EM 'all the way'
Icelandair
Aron spilaði 90 mínútur.
Aron spilaði 90 mínútur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ánægður með hvernig skipulagið var á liðinu í ljósi aðstæðna," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, eftir 2-0 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld.

Ísland var án 11 leikmanna í kvöld. Alfreð Finnbogason átti að byrja leikinn en hann meiddist í upphitun.

„Menn hafa verið að tínast úr hóp, meiðast í upphitun, Höddi meiðist eftir 20 mínútur en klárar leikinn. Ég veit ekki hvernig er hægt að lýsa því hversu óheppnir við erum búnir að vera en við erum ekkert að skýla okkur á bak við það, menn komu inn og gerðu sitt. Ég er virkilega ánægður með strákana sem komu inn í þetta."

Lestu um leikinn: Belgía 2 -  0 Ísland

„Við sýndum einbeitingarleysi tvisvar í þessum leik og þeir refsa. Það sýnir hversu góðir Belgarnir eru. Í seinna markinu tapa ég boltanum á miðjunni, búmm þeir eru komnir fram og skora. Þetta sýnir gæðin hjá Belgunum."

„Við fengum færi til að jafna í stöðunni 1-0, þá hefði þetta verið allt annar leikur."

Leikmenn eins og Albert Guðmundsson, Arnór Sigurðsson og Jón Dagur Þorsteinsson fengu að spila í kvöld. Þetta eru efnilegir leikmenn sem eiga framtíð fyrir sér í þessu liði.

„Þeir voru sprækir, þeir voru óhræddir. Þetta sýnir að þeir eru klárir þegar að því kemur. Þeir eru með varnarvinnuna á hreinu og voru að skila sínu verki 100%. Það er virkilega jákvætt."

„Svo voru margir leikmenn að spila sem ekki hafa verið að spila mikið. Ég er virkilega ánægður að sjá hvað menn voru með verkin sín á hreinu eftir svona stuttan tíma með landsliðinu."

Ísland fellur niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Liðið endar án stiga og með markatöluna 1:13 í þessum riðli. Næst á dagskrá er undankeppni EM á næsta ári.

„Þjóðadeildin má bara fara, ég ætla ekki að blóta. Auðvitað eftir á, þegar við erum búnir að tapa þessum leikjum þá má Þjóðadeildin bara fara en við hefðum auðvitað getað gert betur."

„Samt sem áður getum við líka tekið eitthvað jákvætt úr þessu. Við fengum inn leikmenn sem ekki hafa spilað marga keppnisleiki gegn sterkum þjóðum eins og Belgum. Það er jákvætt, en EM 'all the way'," sagði Aron.

Fyrirliðinn mun ekki spila gegn Katar í vináttulandsleik á mánudaginn en hann verður áfram með liðinu. „Ég sé ykkur í Eupen," sagði Aron að lokum.

Viðtalið við hann er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner