Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 15. nóvember 2018 17:08
Magnús Már Einarsson
Batshuayi með frábæra tölfræði í belgíska landsliðinu
Icelandair
Mynd: Getty Images
Michy Batshuayi fær sénsinn í fremstu víglinu Belga gegn Íslandi í kvöld í fjarveru Romelu Lukaku.

Batshuayi er með virkilega góða tölfræði með belgíska landsliðinu en hann hefur skorað tíu mörk í tuttugu leikjum á landsliðsferli sínum.

Ef markafjöldanum er deilt niður á spilaðar mínútur þá skorar Batshuayi á 71 mínútna fresti með belgíska landsliðinu.

Batshuayi er á láni hjá Valencia frá Chelsea en hann hefur einungis byrjað fjóra leiki í spænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og verið mikið á bekknum.

Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belga, segist þó hafa litlar áhyggjur af spiltíma Batshuayi með Valencia og reiknar með honum í stuði í leiknum í kvöld.

Athugasemdir
banner
banner
banner