Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 15. nóvember 2018 18:31
Magnús Már Einarsson
Brussel
Byrjunarlið Belga: Þrír inn - Hazard bræður byrja
Icelandair
Dedryck Boyata byrjar í kvöld.
Dedryck Boyata byrjar í kvöld.
Mynd: Getty Images
Hazard bræður eru báðir í byrjunarliðinu.
Hazard bræður eru báðir í byrjunarliðinu.
Mynd: Getty Images
Axel Witsel spilar tímamótaleik í dag.
Axel Witsel spilar tímamótaleik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belgíu, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir mætir Íslandi í Þjóðadeildinni klukkan 19:45.

Romelu Lukaku er meiddur og Michy Batshuayi fær sénsinn í fremstu víglínu. Batshuayi er með öfluga tölfræði á landsliðsferli sínum.

Jan Vertonghen, varnarmaður Tottenham, er frá keppni vegna meiðsla líkt og Thomas Vermaelen. Dedryck Boyata tekur því stöðu í þriggja manna vörninni við hlið Vincent Kompany og Toby Alderweireld.

Yannick Carrasco er fjarri góðu gamni og Thorgan Hazard leysir stöðu hans sem vængbakvörður vinstra megin. Kevin de Bruyne, leikmaður Manchester City, er frá keppni vegna meiðsla sem og Marouane Fellaini miðjumaður Manchester United og Mousa Dembele miðjumaður Tottenham.

Axel Witsel, miðjumaður Belga, spilar tímamótaleik en leikurinn í dag er hann hundraðasti landsleikur.

Varamenn:
12. Simon Mignolet (m)
13. Koen Casteels (m)
3. Leander Dendoncker
5. Jason Denayer
7. Hans Vanaken
11. Dennis Praet
17. Christian Kabasele
18. Adnan Januzaj
21. Timothy Castagne
22. Nacer Chadli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner