Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 15. nóvember 2018 18:22
Magnús Már Einarsson
Brussel
Byrjunarlið Íslands: Sjö breytingar - Fyrsti leikur Arnórs
Icelandair
Arnór Sigurðsson spilar sinn fyrsta landsleik í kvöld.
Arnór Sigurðsson spilar sinn fyrsta landsleik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson byrjar.
Albert Guðmundsson byrjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Guðni Fjóluson byrjar í mótsleik í fyrsta skipti.
Jón Guðni Fjóluson byrjar í mótsleik í fyrsta skipti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Belgum í Þjóðadeildinni klukkan 19:45.

Tíu leikmenn eru meiddir í íslenska hópnum og samtals eru sjö breytingar á byrjunarliðinu frá því í 2-1 tapinu gegn Sviss í síðasta mánuði.

Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskva, spilar sinn fyrsta landsleik í dag auk þess sem Albert Guðmundsson er í fyrsta skipti í byrjunarliði í mótsleik.

Jón Guðni Fjóluson fær tækifæri í hjarta varnarinnar og spilar sinn fyrsta mótsleik með íslenska landsliðinu. Sverrir Ingi Ingason er í hægri bakverði í fjarveru Birkis Más Sævarssonar og Hólmars Arnar Eyjólfssonar og Ari Freyr Skúlason byrjar á vinstri kantinum samkvæmt uppstillingu á UEFA.com.

Annar möguleiki er að Ísland stilli upp í 5-3-2. Hér að neðan má sjá uppstillingarnar, annars vegar miðað við vef UEFA og hins vegar miðað við 5-3-2.Varamenn:
Ögmundur Kristinsson
Rúnar Alex Rúnarsson
Birkir Már Sævarsson
Samúel Kári Friðjónsson
Hjörtur Hermannsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Guðmundur Þórarinsson
Kolbeinn Sigþórsson
Andri Rúnar Bjarnason
Eggert Gunnþór Jónsson
Rúrik Gíslason
Arnór Ingvi Traustason


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner