Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. nóvember 2018 23:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki pláss fyrir Gylfa og Albert saman
Icelandair
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Efnilegir leikmenn eins og Albert Guðmundsson og Arnór Sigurðsson komu inn í byrjunarlið Íslands gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í dag.

Ellefu leikmenn voru frá vegna meiðsla og fengu því leikmenn tækifæri, sem ekki hafa verið að spila mikið á undanförnu árum.

Eiður Smári Guðjohnsen og Ólafur Ingi Skúlason, tveir fyrrverandi landsliðsmenn, voru sérfræðingar í kringum leikinn gegn Belgíu á Stöð 2 Sport í kvöld.

Þeir tóku umræðu um Albert sem átti fínan leik í kvöld. Eiður segir að Albert sé með stórkostleg gæði en þurfi að þroskast.

„Hann er enn ungur en þarf að sýna meiri þroska inn á milli þegar hann gefur hann frá sér í einni snertingu og hreyfir sig. Það þarf enginn að rífast við mig um það að hann hefur meiri gæði heldur en flestir íslenskir fótboltamenn hafa haft í gegnum árinm," sagði Eiður Smári.

Ólafur Ingi tók þá við og sagði:

„Okkar leikur snýst mikið um það hvað þú ert að gefa af þér varnarlega. Tökum Jón Daða sem dæmi, hans fyrsta snerting er ekki frábær en hann gefur allt aðra hluti. Fyrir okkur Íslendinga og okkur sem fótboltaþjóð þarf að skila varnarleik upp á 100 í hverjum einasta leik."

Þeir segja að Albert sé tilbúinn í byrjunarliðið strax.

„Ég er mjög hrifinn af því hvernig hann snýr af sér menn og tekur við boltanum og annað en eigum við að taka Gylfa út? Það er ekki pláss fyrir þá tvo saman núna miðað við hvernig íslenska landsliðið spilar. Hvar ætlarðu að spila Alberti þegar Gylfi er inn á?" sagði Eiður.

„Það er æðislegt að horfa á hann spila fótbolta. Hann sýndi mun þroskaðari frammistöðu í kvöld en oft áður. Alltaf þegar ég hef horft á hann þá hefur hann alltaf sýnt mér hvað það er gaman að horfa á hann, en það koma líka alltaf augnablik þar sem ég hugsa, 'heyrðu Albert, þú mátt ekki láta taka boltann af þér svona'. Hann sýndi mun þroskaðari frammistöðu í kvöld."
Athugasemdir
banner