Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 15. nóvember 2018 21:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er Gerrard til í að taka við Liverpool? - „Vita allir svarið"
Klopp hefur alltaf tíma fyrir Gerrard
Gerrard og Jurgen Klopp ná vel saman.
Gerrard og Jurgen Klopp ná vel saman.
Mynd: Getty Images
Gerrard er í dag stjóri Rangers.
Gerrard er í dag stjóri Rangers.
Mynd: Getty Images
Gerrard er fyrrum fyrirliði Liverpool.
Gerrard er fyrrum fyrirliði Liverpool.
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, er að hefja sinn þjálfaraferil.

Hann þjálfaði U18 lið Liverpool á síðasta tímabili. Í sumar var hann svo ráðinn til Rangers í skosku úrvalsdeildinni.

Gerrard er í ítarlegu viðtali við Guardian í dag. Í viðtalinu fékk hann spurningu um hvort það væri verra að tapa sem knattspyrnustjóri eða leikmaður.

„Það er alveg eins. Þú tekur það heim með þér. Þetta er skelfileg tilfinning og þú færð óbragð í munninn. Ef þú vinnur er það stórkostlegt. Þess vegna elskum við fótbolta," segir Gerrard.

Gerrard er einhver mesta goðsögn sem Liverpool á og dreymir mörgum stuðningsmönnum félagsins um að hann muni stýra félaginu í framtíðinni. „Það er allt mögulegt," segir Gerrard.

„Vil ég stýra Liverpool núna? Nei, ég vil stýra Rangers núna. Ég vil ná árangri hjá Rangers. Það er bjánaleg spurning að spyrja mig hvort ég vilji stýra Liverpool einn daginn. Það vita allir svarið við því."

„Ég elska Jurgen Klopp og ég hef trú á því að hann geti unnið ensku úrvalsdeildina með liðinu."

Gerrard segist hafa lært mikið af Klopp á meðan hann var að þjálfa U18 liðið hjá Liverpool. Gerrard heldur enn sambandi við Þjóðverjann.

„Ég var fastur við Klopp, horfði og lærði af honum. Ég horfi á hann í sjónvarpinu og sé hvernig hann tekst á við ýmsar aðstæður. Ég gæti aldrei verið eins og Klopp með hans sjarma og orku en ef ég get tekið einhverja hluti frá honum þá er það frábært. Jurgen hefur alltaf tíma fyrir mig."

En hvað er það mikilvægasta sem Gerrard hefur lært af Klopp?

„Hann er mjög góður að hætta að hugsa um leikinn. Þegar leikurinn er í gangi er hann mjög tilfinningaríkur en að leiknum loknum þá getur hann slakað á. Þess vegna er hann svona góður undir pressu. Á morgun er nýr dagur, það er stór lexía sem ég þarf að læra. Ég verð að lifa lífi mínu utan fótboltans á meðan ég er knattspyrnustjóri. Það er erfitt en ég er að reyna."

Gerrard talar jafnframt um Jose Mourinho, stjóra Manchester United, í viðtalinu. Mourinho hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir starf sitt hjá Manchester United. Gerrard segir fólki að afskrifa ekki „sigurvegarann" Mourinho.

Smelltu hér til að lesa viðtalið í heild sinni.

Gerrard hefur farið vel af stað með Rangers. Liðið er tveimur stigum frá toppnum í Skotlandi og er í góðum málum í riðli sínum í Evrópudeildinni.

Vilja stuðningsmenn Liverpool fá Gerrard til að taka við liðinu í framtíðinni? Endilega segið ykkar skoðun hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner