Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 15. nóvember 2018 22:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Vísir.is/Stöð 2 Sport 
Hamren: Sýndu af hverju þeir eru númer eitt í heiminum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er sáttur við frammistöðuna en auðvitað aldrei sáttur þegar við töpum," sagði Erik Hamen, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 2-0 tap gegn Belgíu í kvöld. Hamren ræddi við Tómas Þór Þórðarsson, á Stöð 2 Sport eftir leikinn.

Ísland varðist vel framan af en Michy Batshuayi skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og tryggði Belgum sigur.

„Við verðum að líta á andstæðinginn, ég er nokkuð sáttur með frammistöðuna. Við spiluðum með nýtt varnarskipulag og á heildina litið er ég nokkuð ánægður með hvernig það gekk."

„Belgar sýndu af hverju þeir eru númer eitt í heiminum, þeir búa yfir miklum gæðum. Við hefðum getað skorað, við verðum að nýta þau færi sem við fáum gegn svona liðum."

Ísland var nánast allan leikinn í vörn. Hamren hefði auðvitað verið til í að vera meira með boltann en segir það skiljanlegt að það hafi ekki gerst þar sem andstæðingurinn var Belgía.

„Þetta var sterkur andstæðingur. Við reyndum að halda boltanum og við reyndum líka að sækja hratt en við vorum að mæta mjög sterku liði og þá hefur maður oft ekki mikinn tíma á boltanum," sagði sá sænski.

„Við vorum mikið í vörn og þá er stundum ekki mikil orka eftir fyrir sóknina."

„Ég er ánægður með frammistöðuna þegar á heildina er litið," sagði Hamren að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner