Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. nóvember 2018 21:56
Magnús Már Einarsson
Ísland í öðrum styrkleikaflokki í drættinum fyrir EM
Icelandair
Byrjunarlið Íslands gegn Belgum í kvöld.
Byrjunarlið Íslands gegn Belgum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í undankeppni EM þann 2. desember næstkomandi.

Þetta varð ljóst eftir 2-0 tap Íslands gegn Belgum í kvöld. Ísland endaði án stiga í Þjóðadeildinni og er því með slakasta árangurinn af liðunum í A-deildinni í Þjóðadeildinni.

Þau tvö lið sem eru með slakastan árangur í A-deildinni eru í öðrum styrkleikaflokki í drættinu en önnur lið í A-deild Þjóðadeildarinnar verða í efsta styrkleikaflokki.

Eftir sigur Króatíu á Spáni í kvöld er líklegast að Þýskaland eða Pólland fylgi Íslandi í annan styrkleikaflokk.

Undankeppni EM fer öll fram á næsta ári en fyrstu leikirnir eru í mars.

Tvö efstu liðin í hverjum riðli fara beint á EM 2020 en Ísland mun eiga möguleika á að komast áfram á EM í umspili í gegnum Þjóðadeildina ef liðið endar ekki í efstu tveimur sætunum í sínum riðli.
Athugasemdir
banner