Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. nóvember 2018 10:30
Arnar Helgi Magnússon
Maradona segir Mourinho færari þjálfara en Pep
Félagar.
Félagar.
Mynd: Getty Images
Argentíska goðsögnin Diego Maradona telur Jose Mourinho vera betri þjálfara en Pep Guardiola. Þetta segir Maradona í nýju viðtali sem tekið var við hann á dögunum.

Mourinho hefur mikið verið gagnrýndur á leiktíðinni fyrir gengi liðsins en getgátur voru um það að hann yrði rekinn eftir leikinn gegn Newcastle ef úrslitin í þeim leik yrðu óhagstæð.

Sá leikur vannst hinsvegar og hefur Manchester United verið á fínu skriði undanfarnar vikur og meðal annars unnið útsigur á Juventus, Bournemouth sem og að ná í gott stig á Stamford Bridge.

Guardiola er í annari stöðu. Með lið sitt á toppnum og einhverjir farnir að spyrja sig hreinlega hvort að City liðið í dag sé betra en það City lið sem setti stigamet í ensku úrvalsdeildinni í fyrra.

„Ég sem þjálfari á eftir að læra margt í leiknum. Ég gæti alveg séð mig fara til Manchester-borgar og hitta Mourinho og fá ráð hjá honum."

„Hann er bestur, það er engin spurning. Ef þú spyrð mig þá er Jose betri þjálfari en Pep Guardiola."

„Munurinn á þeim er að Guardiola getur valið sér hvaða leikmann í heiminum til þess að spila fyrir sig, ekki Mourinho."

Maradona talaði einnig um það að Guardiola gæti ekki eignað sér Tiki-Taka taktíkina sem að einhverjir vilja meina að hann hafi búið til hjá Barcelona á þeim tíma sem að hann var þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner