Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 15. nóvember 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Njarðvík framlengir við fjóra - Atli Geir kominn heim (Staðfest)
Brynjar er búinn að framlengja.
Brynjar er búinn að framlengja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík vann síðustu þrjá leiki sína í haust og endaði um miðja Inkasso-deildina þrátt fyrir erfitt sumar.

Liðið er þegar byrjað að huga að næsta sumri og er búið að framlengja samninga við fjóra leikmenn og bæta einum við sig.

Atli Geir Gunnarsson, fæddur 2000, kemur til liðsins frá nágrönnunum í Keflavík. Hann er uppalinn Njarðvíkingur og kom við sögu í tveimur Pepsi-deildarleikjum í sumar.

Brynjar Freyr Garðarsson, fæddur 1995, er búinn að framlengja samning sinn við félagið. Hann spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir meistaraflokk Njarðvíkur 18 ára gamall.

Bergþór Ingi Smárason er einnig búinn að framlengja sinn samning en hann er fæddur 1994 og kom upp á sama tíma og Brynjar. Þeir hafa samanlagt spilað yfir 200 leiki fyrir félagið á fimm árum.

Þá eru Arnar Helgi Magnússon og Krystian Wiktorowicz, sem var valinn efnilegastur á lokahófi Njarðvíkur, búnir að framlengja.

Arnar Helgi er fæddur 1996 og Krystian árið 2000. Krystian gerði þrjú mörk í sex leikjum í 2. deildinni í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner