Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 15. nóvember 2018 09:30
Arnar Helgi Magnússon
U21 tapaði sínum fyrsta leik í Kína
Sveinn Aron var í byrjunarliði Íslands.
Sveinn Aron var í byrjunarliði Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U21 árs landslið Íslands er nú statt í Kína þar sem að liðið leikur á fjögurra liða æfingamóti. Fyrsti mótherji Íslands var Mexíkó.

Leikurinn hófst klukkann 07:00 á íslenskum tíma í morgun.

Lið Mexíkó tók forystuna strax á 8. mínútu leiksins. Mexíkó byrjaði leikinn af krafti en íslenska liðið vann sig jafnt og þétt inn í leikinn.

Sveinn Aron átti flottan skalla á 23. mínútu en varnarmaður Mexíkó hreinsaði á marklínu. Staðan 1-0 í hálfleik.

Það var ekki fyrr en á 83. mínútu leiksins sem að Mexíkóar tvöföldu forystu sína og gerðu út um leikinn, lokatölur 2-0.

Ísland mætir heimamönnum í Kína á laugardaginn kemur.

Byrjunarlið Íslands:
Daði Freyr Arnarsson
Alfons Sampsted
Sigurður Arnar Magnússon
Axel Óskar Andrésson
Felix Örn Friðriksson
Júlíus Magnússon (F)
Alex Þór Hauksson
Willum Þór Willumsson
Kristófer Ingi Kristinsson
Mikael Neville Anderson
Sveinn Aron Guðjohnsen

Hér að neðan má sjá mynd af byrjunarliði Íslands í leiknum.






Athugasemdir
banner
banner
banner