banner
   fim 15. nóvember 2018 18:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Witsel nær merkilegum áfanga gegn Íslandi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Axel Witsel er í byrjunarliði Belgíu gegn Íslandi.

Witsel nær merkilegum áfanga í kvöld, hann er að spila sinn 100. landsleik fyrir belgíska landsliðið.

Hann er aðeins annar leikmaðurinn í sögu belgíska landsliðsins sem nær þessum áfanga. Hinn leikmaðurinn er Jan Vertonghen, varnarmaður Tottenham. Hann á 110 landsleiki.

Witsel er hluti af gullkynslóð Belgíu. Hann er aðeins 29 ára og á því nóg eftir. Hann spilar með Borussia Dortmund, toppliðinu í Þýskalandi.

Leikmenn eins og Eden Hazard, Marouane Fellaini, Toby Alderweireld og Vincent Kompany eru ekki langt frá því að komast í 100 leikja klúbbinn með Witsel og Vertonghen.

Leikur Belgíu og Íslands hefst klukkan 19:45. Fylgstu með leiknum í Beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Hér að neðan er myndband úr fyrsta leiknum hans árið 2008.


Athugasemdir
banner
banner