sun 16. febrúar 2020 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valgeir Valgeirs spilar aðra leiktíð með HK í Pepsi Max
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfara HK, eftir tap gegn Grindavík í Lengjubikarnum í gær.

Rætt var um leikinn í gær, endurkomu Gumma Júl, ólöglegan leikmann gegn FH og leikmannastyrkingar fyrir komandi leiktíð.

Tengt efni:
Brynjar Björn: Frábært að fá Gumma Júl til baka
Brynjar um ólöglegan leikmann: Gengum út frá því að allir hefðu verið á láni
HK ætlar að sækja 3-4 leikmenn auk þess að fá vinstri bakvörð

Síðasta spurningin sem Brynjar svaraði var út í Valgeir Valgeirsson, einn mest spennandi leikmann deildarinnar. Valgeir er sautján ára gamall og vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína síðasta sumar. Valgeir er hægri kantmaður sem lék tuttugu leiki með HK í Pepsi Max-deildinni í fyrra.

Valgeir fór á reynslu til Bröndby eftir tímabilið í fyrra og fór svo í janúar til Aab og lék æfingaleiki. Hjá Aab var tekið eftir frammistöðu Valgeirs og einhverjir mögulega haldið að Valgeir væri á leið út í atvinnumennsku.

Brynjar fékk því spurninguna: Er pottþétt að Valgeir verði með HK í sumar? „Já það er held ég bara pottþétt," sagði Brynjar við Fótbolta.net.
Brynjar Björn: Frábært að fá Gumma Júl til baka
Athugasemdir
banner
banner
banner