Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 16. ágúst 2020 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Vesna Elísa Smiljkovic (Fylkir)
Vesna kemur inn á hjá Fylki í sumar.
Vesna kemur inn á hjá Fylki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Milena Pesic.
Milena Pesic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dóra María Lársudóttir.
Dóra María Lársudóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danka Podovac.
Danka Podovac.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hin serbneska Vesna lék sína fyrstu leiki á Íslandi sumarið 2005 með Keflavík og var í Sunny út sumarið 2008. Þá hélt hún norður á Akureyri og lék með Þór/KA í tvö sumur. Næsta stopp var í Vestmannaeyjum þar sem hún var í fjögur tímabil. Hún er í dag leikmaður Fylkis en tímabilin 2015-2017 lék hún með Val ásamt því að koma við sögu í einum leik sumarið 2019.

Vesna hefur leikið 221 leiki í efstu deild og skorað 84 mörk. Vesna á að baki 79 leiki með serbneska A-landsliðinu og er leikjahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi, í leikjunum skoraði hún sautján mörk. Þá lék hún 26 U19 landsleiki og skoraði 26 mörk. Í dag sýnir Vesna á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Vesna Elisa Smiljkovic

Gælunafn: Veki

Aldur: 37

Hjúskaparstaða: Married

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: March 1997 - fjórtan ára gömul

Uppáhalds drykkur: Pepsi max lime

Uppáhalds matsölustaður: Tapas Barinn

Hvernig bíl áttu: Opel corsa

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Grey’s anatomy

Uppáhalds tónlistarmaður: Marija Serifovic

Fyndnasti Íslendingurinn: Gummi Ben

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Karamellu

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: On my way (from friend Milena)

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Grindavik

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Marta da Silva

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig:
Pétur Pétursson og Kjartan Stefánsson

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Fjolla Shala

Sætasti sigurinn: 2009, ég spilaði með Þór/KA og við unnum á móti Valur 2:1

Mestu vonbrigðin: Bikarúrslit 2007 þegar ég spilaði með Keflavík. Tap á móti KR 3:0

Uppáhalds lið í enska: Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Dóra María

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Sveindís Jane

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Rúrik Gíslason

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu:Íris Una

Uppáhalds staður á Íslandi: Reykjavík

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar dómarinn hrasaði og datt í miðjum hamagangi

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Fer með bænir

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum:
Yes, handbolti og tennis.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas predator

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Chemical technician

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég fékk rautt fyrir að fara í slag við dómarann.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Danka Podovac, Milena Pesic, Lidija Anja Stojkanovic

Sturluð staðreynd um sjálfan þig:
I have a nickname DILEA (that is crazy,funny,good,fun person..)

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Dóra María, góður einstaklingur og frábær leikmaður.

Hverju laugstu síðast: I don’t lie

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Sprettir og æfingar á líkamsræktarstöð.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi spyrja Margréti Láru hvernig var að vera besti leikmaður landsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner