Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. nóvember 2018 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Af hverju var Mourinho að horfa á Ísland? - „Veðrið"
Líklega að fylgjast með Alderweireld - Fór eftir 65 mínútur
Toby Alderweireld.
Toby Alderweireld.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, var meðal áhorfenda í Brussel þar sem leikur Belgíu og Íslands í Þjóðadeildinni fór fram í gær. Hann horfði á Belgíu vinna 2-0 sigur.

Marouane Fellaini og Romelu Lukaku, leikmenn United, eru belgískir en voru ekki með í gærkvöldi vegna meiðsla.

Sagan segir að Mourinho hafi verið á leiknum til að fylgjast með Toby Alderweireld, varnarmanni Belgíu. Enskir fjölmiðlar og belgískir segja frá þessu í dag.

Alderweireld var orðaður við United síðasta sumar en hann leikur með Tottenham. Samningur Alderweireld við Lundúnafélagið rennur út næsta sumar.

Varnarleikur United hefur ekki verið upp á marga fiska það sem af er tímabili og það myndi ekki skemma fyrir að fá Alderweireld, sem er 29 ára gamall, í janúar.

Belgískur fjölmiðlamaður náði tali af Mourinho þegar hann yfirgaf leikvanginn í gær. Hann hætti að horfa eftir 65 mínútur, eftir að Belgía hafði komist í 1-0 forystu.

Mourinho var spurður að því hvað hafði fengið hann til Belgíu. Hann benti á veðrið, en mikil þoka var á vellinum í gær.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner