Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 16. nóvember 2018 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bayern á leið í hreinsun - Stór nöfn gætu farið
Muller er einn af þeim leikmönnum sem gæti farið.
Muller er einn af þeim leikmönnum sem gæti farið.
Mynd: Getty Images
Bayern München er að fara að hreinsa verulega til hjá sér. Þetta segir þýski fjölmiðillinn Kicker. Bayern vill yngja upp leikmannahóp sinn.

Leikmenn eins og Arjen Robben, Franck Ribéry og Rafinha eru allir á samingum sem renna út næsta sumar og eru mögulega á sínu síðasta tímabili.

„Þessir leikmenn eru undir pressu næstu mánuðina," sagði Uli Hoeness, stjórnarformaður Bayern. „Þeir verða að sanna það fyrir okkur hvort við getum notað þá áfram."

Auk þessara þriggja leikmanna gætu Mats Hummels, Javi Martinez, Thomas Muller, David Alaba og James Rodriguez einnig verið á förum.

Ef verður að því að þessir leikmenn fara þá mun Bayern styrkja sig með leikmönnum sem hafa verið að gera það gott í þýsku úrvalsdeildinni. Leikmennirnir eru: Benjamin Pavard (VfB Stuttgart), Kevin Vogt (Hoffenheim), Kai Havertz (Bayer Leverkusen), Ante Rebic og Luka Jovic (báðir hjá Eintracht Frankfurt ).

Bayern er í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir erkifjendunum í Borussia Dortmund þegar 11 umferðir eru búnar.

Niko Kovac tók við liðinu fyrir tímabil. Hann virðist enn hafa stuðning frá stjórn félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner