Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 16. nóvember 2018 13:00
Arnar Helgi Magnússon
Gylfi æfði í Kaplakrika í morgun
Gylfi í leiknum gegn Chelsea.
Gylfi í leiknum gegn Chelsea.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson er nú staddur á Íslandi en hann var ekki valinn í leikmannahóp Íslands sem að mætti Belgum í gærkvöldi og leikur síðan æfingaleik við Katar á mánudaginn.

Gylfi meiddist í leiknum gegn Chelsea um síðustu helgi þegar Jorginhotæklaði Gylfa illa og fékk gult spjald fyrir en margir kölluðu eftir rauðu spjaldi. Gylfi fór útaf til að fá aðhlynningu en hélt leik síðan leik áfram.

Gylfi var síðan myndaður í spelku fyrir utan Stamford Bridge eftir leikinn en ekki liggur ljóst fyrir hversu lengi hann verður frá.

Hann var mættur á sinn gamla heimavöll, Kaplakrika í morgun þar sem að hann tók æfingu í líkamsræktaraðstöðunni. Gylfi spilaði með FH í yngri flokkum.

Handboltagoðsögnin Geir Hallsteinsson var einnig á svæðinu og var smellt í mynd af þeim.

Sjá einnig:
Gylfi í spelku eftir leikinn gegn Chelsea

Myndina má sjá hér að neðan en Twitter síða FH setti myndina inn.



Athugasemdir
banner
banner
banner