Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 16. nóvember 2018 19:47
Magnús Már Einarsson
Höttur og Huginn sameinast - Hvaða lið fer upp?
Huginn fagnar marki síðastliðið sumar.
Huginn fagnar marki síðastliðið sumar.
Mynd: Marc Boal
Úr leik hjá Hetti síðastliðið sumar.
Úr leik hjá Hetti síðastliðið sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Höttur frá Egilsstöðum og Huginn frá Seyðisfirði munu senda sameiginlegt lið til keppni í 3. deild karla næsta sumar en þetta var staðfest í yfirlýsingu í kvöld.

Bæði lið féllu úr 2. deildinni í sumar og nokkuð fljótlega eftir mót fóru af stað viðræður um sameiningu.

„Þetta er niðurstaða eftir um tveggja mánaða viðræður á milli félaganna. Stjórnir beggja félaga eru sannfærðar um að þetta sé rökrétt skref og að þarna sé verið að tryggja það að hægt sé að efla alla umgjörð í kringum knattspyrnuna," segir á Facebook síðu Hattar í kvöld.

Höttur og Huginn hafa áður teflt fram sameiginlegu liði en það gerðu þau í 3. deildinni árin 2001 og 2002.

Viðar Jónsson, fyrrum þjálfari Leiknis Fáskrúðsfjarðar, var ráðinn þjálfari Hattar í haust og hann mun stýra sameiginlega liðinu. Brynjar Árnason verður spilandi aðstoðarþjálfari.

Álftanes eða Ægir upp
Ljóst er að eitt sæti losnar í 3. deildinni næsta sumar eftir sameiningu þessara liða.

Fjölgað verður úr tíu liðum í tólf í 3. deildinni á næsta tímabili en af þeim sökum féll einungis eitt lið úr deildinni í ár og þrjú lið fóru upp úr 4. deildinni.

Ægir endaði í neðsta sæti í 3. deildinni í sumar á meðan Álftanes endaði í 4. sæti í 4. deildinni. Annað hvort þessara liða tekur því sætið sem var að losna í 3. deildinni.

Þar sem verið var að fjölga í deildum kemur ekki skýrt fram í reglugerð KSÍ hvort Ægir eða Álftanes fái sætið. Fótbolti.net fékk þær upplýsingar hjá KSÍ að stjórn KSÍ mun skoða málið og úrskurða hvort þessara liða spilar í 3. deildinni næsta sumar.

Liðin í 3. deild næsta sumar
Höttur/Huginn
KF
Vængir Júpíters
KH
Einherji
KV
Augnablik
Sindri
Reynir S.
Skallagrímur
Kórdrengir
Álftanes eða Ægir


Athugasemdir
banner
banner