Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 16. nóvember 2018 07:00
Arnar Helgi Magnússon
Jokanovic trúir því að hann hefði getað komið Fulham á beinu brautina
Mynd: Getty Images
Slavisa Jokanovic var rekinn frá Fulham í gær eftir afleidda byrjun liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Claudio Ranieri var ráðinn í hans stað.

Jokanovic segist virða ákvörðun félagsins en veit hinsvegar ekki hvort að hún hafi verið rétt.

„Ég hafði enn trú á því að við gætum snúið gengi liðsins við eftir erfiða byrjun, alveg eins og við höfum gert síðustu ár. Ég virði þó ákvörðun félagsins," sagði Jokanovic eftir brottreksturinn.

„Það er alltaf svekkjandi þegar hlutirnir enda á þennan veg. Ég kveð Fulham stoltur og fullur af þakklæti. Þegar ég horfi til baka á ég ekkert nema góðar minningar héðan."

„Ég ætla að óska öllum þeim sem koma nálægt klúbbnum góðs gengis í þeirri vinnu sem að framundan."

Jokanovic tók við Fulham árið 2015 en áður hafði hann þjálfað til að mynda Watford og Maccabi Tel Aviv.

Sjá einnig:
Ranieri um nýja starfið: Við gefumst ekki upp
Fulham rekur þjálfarann - Ranieri tekur við (Staðfest)
Athugasemdir
banner
banner
banner