Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 16. nóvember 2018 15:30
Arnar Helgi Magnússon
Lovren með læti á Instagram - Ánægður með olnbogaskot í Ramos
Mynd: Getty Images
Króatía og Spánn mættust í Þjóðadeildinni í gærkvöldi en Króatía, silfurliðið frá HM í Rússlandi, hafði betur, 3-2.

Króatía komst tvisvar yfir en tvisvar jafnaði Spánn. Sergio Ramos jafnaði í 2-2 með marki úr vítaspyrnu á 78. mínútu. Það stefndi í jafntefli en á 93. mínútu skoraði varnarmaðurinn Tin Jedvaj og tryggði góðan sigur Króata.

Dejan Lovren leikmaður Liverpool fór beint á Instagram eftir leik og sýndi þar stemninguna í klefanum.

Lovren byrjaði á því að tala um að hann hafi náð að láta Sergio Ramos finna fyrir því.

„Ég náði að gefa honum gott olnbogaskot," sagði Lovren og virtist nokkuð ánægður með gjörðir sínar.

Lovren var ekki hættur en hann hélt áfram að skjóta á Ramos og spænska liðið.

„Halt þú bara áfram að tala, þið eruð ekkert nema aumingjar!"

Ekki eru nema tvær vikur síðan að Lovren lét þessi ummæli um Ramos falla:

„Ef þú horfir á Ramos þá hefur hann gert mun fleiri mistök en ég en hann er hjá Real Madrid. Þegar þú gerir mistök en vinnur 5-1 eða 5-2 þá sér enginn mistökin. Þú skilur hvað ég meina."





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner