Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 16. nóvember 2018 17:30
Arnar Helgi Magnússon
Rooney segir Kane eiga eftir að slá öll met
Rooney eftir leikinn í gær
Rooney eftir leikinn í gær
Mynd: Getty Images
England lagði Bandaríkjamenn 3-0 í æfingaleik sem fram fór á Wembley í gærkvöldi. Leikurinn var áhugaverður fyrir þær sakir að Wayne Rooney var að spila sinn kveðjuleik fyrir landsliðið.

Wayne Rooney lék frá 58. mínútu þegar hann kom inn fyrir Jesse Lingard, leikmann Manchester United.

Harry Kane og Greg Clarke, framkvæmdarstjóri enska knattspyrnusambandsins afhentu Rooney kveðjugjöf fyrir leikinn en það var að ósk Rooney að Kane myndi afhenda verðlaunin.

„Ég spurði Kane hvort hann væri til í að afhenda verðlaunin að því ég er viss um að hann eigi eftir að slá markametið mitt."

Rooney skoraði 53 mörk í 120 landsleikjum en enginn enskur leikmaður hefur skorað fleiri landsliðsmörk.

„Þetta var frábært stund fyrir mig. Spila fyrir framan þessa geggjuðu stuðningsmenn. Þetta var eftirminnilegt kvöld fyrir mig og fjölskylduna mína."
Athugasemdir
banner
banner
banner