Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 16. nóvember 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sigurður tekur við kvennaliði ÍR (Staðfest)
Mynd: ÍR
ÍR hefur ráðið Sigurð Þorstein Sigurþórsson sem nýjan þjálfara hjá kvennaliði félagsins.

Guðmundur Guðjónsson hætti sem þjálfari ÍR í ágúst síðastliðnum og stýrði Engilbert O. Friðfinnsson ÍR út tímabilið. Breiðholtsfélagið er núna komið með nýjan þjálfara.

Sigurður skrifaði undir þriggja ára samning við félagið og verður því við stjórnvölinn í Mjóddinni út leiktímabilið 2021.

Sigurður hefur undanfarin tvö ár unnið að uppbyggingu yngri flokka kvenna í Breiðholti.

„Ráðning hans markar skýrt skref í átt að því að byggja á þeim grunni sem þar hefur verið unnið að," segir í tilkynningu ÍR.

„Við bjóðum Sigurð hjartanlega velkominn til nýrra starfa fyrir félagið og hlökkum mikið til samstarfsins sem framundan er. Hann hefur þegar hafið störf og var fyrsta æfing meistaraflokks undir hans stjórn í kvöld (gærkvöldi)."

ÍR endaði í áttunda sæti Inkasso-deildarinnar síðastliðið sumar, fimm stigum frá fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner