Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 16. nóvember 2018 22:47
Brynjar Ingi Erluson
Stuðningsmenn United kalla eftir því að Mourinho kaupi Memphis
Memphis Depay hefur farið á kostum með Lyon
Memphis Depay hefur farið á kostum með Lyon
Mynd: Getty Images
Margir stuðningsmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United kalla eftir því að Jose Mourinho, knattspyrnustjóri félagsins, kaupi Memphis Depay aftur frá Lyon.

Memphis, sem er 24 ára í dag, var einn heitasti leikmaðurinn á markaðnum fyrir þremur árum er hann var að vinna deildina með PSV Eindhoven en United vann kapphlaupið og keypti hann á 30 milljónir punda.

Hann gerði 7 mörk í 45 leikjum í öllum keppnum á fyrsta tímabili með United og þótti einn slakasti maður liðsins. Hegðun hans utan vallar var líka spurningamerki en stundum mætti hann á æfingasvæði félagsins með kúrekahatt á Rolls Royce.

Hann fékk svo fá tækifæri á öðru tímabili sínu með liðinu og ákvað að fara til Lyon í Frakklandi. United hafði þó ekki misst alla trú á honum og hafði klásúlu í samningnum sem gerir félaginu kleift að kaupa hann fyrir ákveðna upphæð.

Hann er á þriðja tímabili sínu með Lyon og er skærasta stjarna liðsins auk þess sem hann er að gera frábæra hluti með hollenska landsliðinu. Hann er með 8 mörk í síðustu 15 landsleikjum og nú kalla stuðningsmenn United eftir því að kaupa hann aftur.

„Hvaða þvæla var það að selja Depay? Mourinho, náðu í hann núna," sagði einn stuðningsmaður United á Twitter.

„Depay verður að koma aftur. Klásúlan hlýtur að vera ódýr á núverandi markaði," sagði svo annar.

Þá höfðu margir skoðun á því að það ætti að láta Alexis Sanchez flakka og taka Depay inn í staðinn en það verður að koma í ljós hvort frammistaða hollenska leikmannsins nái að heilla Mourinho upp úr skónum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner