Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 16. nóvember 2018 16:30
Arnar Helgi Magnússon
Valencia "lækaði" óheppilega mynd - Ekki meiddur?
Mynd: Getty Images
Antonio Valencia hefur ekkert spilað með Manchester United síðan að liðið gerði markalaust jafntefli við Valencia í Meistaradeildinni í byrjun októbermánaðar.

Jose Mourinho hefur talað um það á blaðamannafundum fyrir leiki undanfarnar vikur að Valencia sé að glíma við meiðsli en er ekkert að fara dýpra ofan í það.

„Ég hef ekkert verið að spila undanfarið. Þetta er taktísk ákvörðun þjálfarans og það ber að virða hana. Young hefur verið að spila vel í þessari stöðu," sagði Valencia við fjölmiðlamenn í heimalandinu.

Valencia var í byrjunarliði Ekvador sem mætti Perú í æfingaleik í nótt. Valencia spilaði 80 mínútur í leiknum ásamt því að skora í 2-0 sigri.

"Lækaði" óvart mynd á Instagram
Valencia var gripinn glóðvolgur um miðjan síðasta mánuð þegar hann hafði "líkað" við póst á Instagram sem fjallaði um það að ætti að reka Mourinho sem þjálfara Manchester United.

Valencia dró þetta til baka en spurningin er hvort þetta sé hluti af ástæðunni fyrir því að hann hafi ekki verið að spila síðustu leiki hjá Mourinho.

Hér að neðan má sjá mark Valencia í nótt.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner