Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 16. nóvember 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Virðir Messi mikið - „Neymar andstæða hans"
Mynd: Getty Images
Juanfran, bakvörður Atletico Madrid, virðist ekki vera neinn rosalegur aðdáandi Brasilíumannsins Neymar.

Neymar er dýrasti knattspyrnumaður sögunnar, hann spilar með Paris Saint-Germain í Frakklandi. Neymar var áður fyrr hjá Barcelona og mætti Juanfran honum oft í spænska boltanum.

Juanfran er mikill aðdáandi Lionel Messi. Hann segir að Messi sé besti fótboltamaður í heimi og algjör andstæða Neymar.

„Messi er bestur, ég hef alltaf sagt það," sagði Juanfran við spænska útvarpsþáttinn El Larguero. „Hann og Cristiano eru báðir ótrúlegir en Leo hefur alltaf haft eitthvað meira. Ég virði hann mjög mikið."

Juanfran segir að Messi sé ekki mikið að væla þegar hann er tæklaður.

„Þú getur sparkað í Messi, hann kvartar ekki mikið. Neymar, hins vegar, er algjör andstæða Messi," sagði Juanfran.

Messi 31 árs gamall. Hann er gjarnan talinn besti leikmaður sögunnar ásamt Cristiano Ronaldo.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner