fim 18. október 2018 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Higuain: Juventus fleygði mér til að koma Ronaldo að
Gonzalo Higuain í leik með AC Milan
Gonzalo Higuain í leik með AC Milan
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Juventus lánaði argentínska framherjann Gonzalo Higuain til AC Milan út tímabilið undir lok gluggans en framherjinn er alls ekki sáttur.

Higuain var keyptur til Juventus frá Napoli árið 2016 fyrir 90 milljón evra og gerði hann 40 mörk á tveimur tímabilum en það var ekki nóg fyrir ítalska stórveldið.

Hann var látinn fara í sumar og þá kom Cristiano Ronaldo frá Real Madrid.

„Mér líður vel. Juventus kom alltaf vel fram við mig. Liðsfélagarnir og stuðningsmennirnir voru geggjaðir líka, þannig það var ekkert vandamál," sagði Higuain.

„Ég bað hins vegar ekki um að fara frá félaginu. Mér var í raun bara fleygt til Milan. Ég er hins vegar ánægður hjá Milan og hef fengið mikla ást frá komu minni," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner