Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. október 2018 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Pallister segir Lukaku sýna Man Utd óvirðingu
Romelu Lukaku í baráttunni við Ragnar Sigurðsson
Romelu Lukaku í baráttunni við Ragnar Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Pallister, fyrrum leikmaður Manchester United á Englandi, segir Romelu Lukaku, framherja félagsins, sýna óvirðingu með því að tala um framtíð sína í viðtali.

Lukaku er samningsbundinn Manchester United til ársins 2022 en hann er með fjögur mörk í ellefu leikjum á þessu tímabili.

Hann ræddi við Gazzetta dello Sport á dögunum um áhuga á að spila í Seríu A á Ítalíu. Þar sagðist hann vonast til þess að hann myndi spila þar bráðlega.

Pallister, sem lék árum áður með United, er ekki sáttur með þessa hegðun frá Lukaku.

„Mér finnst Lukaku sýna óvirðingu með því að nefna önnur lið þegar hann er samningsbundinn Manchester United. Ef þetta er í hausnum á honum þá er mér alveg sama en ekki troða þessu í blöðin," sagði Pallister.

„Þetta gerist á tíma þar sem félagið er undir mikilli pressu og besti framherji liðsins ákveður að segjast vilja spila í öðru landi, það er ekki það besta í stöðunni," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner