Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 18. október 2018 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Sky Italia: Starf Mourinho enn í hættu
Jose Mourinho
Jose Mourinho
Mynd: Getty Images
Federico Zancan, blaðamaður á Sky Italia, segir að Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sé enn í hættu á að missa starf sitt.

United gerði frábæra hluti í síðasta deildarleik gegn Newcastle en eftir að hafa lent 2-0 undir tókst liðinu að koma til baka og vinna 3-2.

Þetta reyndust mikilvæg úrslit fyrir landsleikjahlé en næsti leikur er gegn Chelsea um helgina.

Zancan á Sky Italia heldur því fram að ef Mourinho tapar gegn Chelsea þá missi hann starf sitt og stýri því ekki liðinu gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu.

„Sigurinn gegn Newcastle faldi vandamál þeirra aðeins. Leikurinn gegn Chelsea um helgina er töluvert alvarlegri og þá á liðið Juventus í næstu viku í Meistaradeildinni," sagði Zancan.

„Samband hans við félagið er ekki gott og fleiri neikvæð úrslit gætu þýtt það að hann stýrir ekki liðinu gegn Juventus," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner