fim 18. október 2018 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Talið að Naby Keita verði frá í hálfan mánuð
Naby Keita hefur verið að glíma við meiðsli í byrjun tímabils
Naby Keita hefur verið að glíma við meiðsli í byrjun tímabils
Mynd: Getty Images
Naby Keita, miðjumaður Liverpool á Englandi, verður frá næsta hálfa mánuðinn vegna meiðsla en fjölmiðlar í Gíneu greina frá þessu.

Keita kom til Liverpool frá RB Leipzig í sumar og fór tímabilið vel af stað áður en hann meiddist.

Leikmaðurinn meiddist í landsleik Gíneu gegn Rwanda í undankeppni Afríkumótsins á dögunum og ljóst að hann verður frá næstu tvær vikurnar.

Hann meiddist einnig gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu og þurfti að fara á spítalann í Napoli til að athuga meiðslin.

Stuðningsmenn Liverpool þurfa því að bíða aðeins lengur eftir endurkomu Keita en hann mun alla vega missa af leikjum gegn Cardiff, Huddersfield og Rauðu Stjörnunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner