Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
banner
   sun 18. desember 2016 07:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Turan: Úrsltin í El Classico eru ekki mér að kenna
Arda Turan, leikmaður Barcelona, er orðinn þreyttur á ósanngjarni gagnrýni í sinn garð eftir 1-1 jafteflið gegn Real Madrid í byrjun mánaðar.

Tyrkinn fékk dæmda á sig aukaspyrnu undir lokin og úr henni skoraði Sergio Ramos. Eftir leikinn voru margir stuðningsmenn Barcelona mjög ósáttir við Tyrkjann og kenndu honum um að Barcelona hafi ekki unnið lekinn.

Turan er ekki sáttur við gagnrýnina sem hann hefur fengið í kjölfarið.

„Það var mikið talað um aukaspyrnuna sem ég gaf undir lok leiksins á móti Real Madrid. Það er samt kjánalegt að tala um að eitt brot hafi ráðið úrslitum í stærsta leik í heimi. Þetta var bara brot. Í fótbolta vinnum við og töpum saman og það er ekki rétt að kenna mér um úrslitin," sagði hann.
Athugasemdir