banner
   fös 19. október 2018 18:00
Elvar Geir Magnússon
Árni Elvar bætist í hóp Leiknismanna sem hafa framlengt
Árni Elvar tekur hornspyrnu á Leiknisvelli.
Árni Elvar tekur hornspyrnu á Leiknisvelli.
Mynd: Hulda Margrét Óladóttir
Þrátt fyrir að enn sé óráðið hver muni þjálfa Leikni í Breiðholti á næsta tímabili hafa leikmenn liðsins verið duglegir við að skrifa undir nýja samninga að undanförnu.

Leiknir hafnaði í sjöunda sæti Inkasso-deildarinnar á liðnu sumri.

Miðjumaðurinn Árni Elvar Árnason hefur nú skrifað undir samning við Leikni til ársins 2020. Árni er fæddur árið 1996 og stimplaði sig inn í Leiknisliðið í sumar þegar hann lék 19 leiki í Inkasso-deildinni.

„Stórt skref sem Árni tók í sumar og hlökkum við til þess að sjá hann halda áfram vaxa og dafna í Leiknisbúningnum næsta sumar," segir á heimasíðu Leiknis.

Áður höfðu bakverðirnir Ósvald Jarl Traustason og Kristján Páll Jónsson skrifað undir nýja samninga og einnig sóknarleikmaðurinn efnilegi Sævar Atli Magnússon.
Athugasemdir
banner
banner
banner