fös 19. október 2018 13:25
Elvar Geir Magnússon
Guardiola tjáði sig um De Bruyne, Sterling og Sancho
Mynd: Getty Images
Manchester City fær Jóhann Berg Guðmundsson og félaga í Burnley í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Pep Guardiola, stjóri Englandsmeistarana, sat fyrir svörum á fréttamannafundi áðan en hér er yfirferð yfir það helsta sem fram kom á þeim fundi.

Um endurkomu Kevin de Bruyne sem hefur verið meiddur:
„Ég veit ekki hvort hann muni byrja eða hvort hann geti spilað 90 mínútur. Hann hefur æft vel síðustu tvær vikur. Hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur og ég vona að hann komi sterkari til baka."

Um Raheem Sterling sem skoraði tvö í 3-2 sigri Englands gegn Spáni:
„Karakter og persónuleiki hans ræðst ekki á því hvort hann skori tvö mörk. Mikilvægast er að hann viti, 23 ára gamall, að hann getur orðið enn betri. Andlega er hann sterkari en áður, það er mitt mat. Hann spilar svo vel og skapar pláss fyrir liðsfélaga sína."

Um Jadon Sancho sem fór frá City 2017 og er nú að slá í gegn hjá Borussia Dortmund:
„Við gerðum allt til að reyna að halda honum. Vonandi getur hann náð markmiðum sínum og ég er ánægður fyrir hans hönd að hann sé að spila vel. Gæti hann komið til baka? Ég veit það ekki. Þegar hann ákvað að fara héðan þá var ástæðan fyrir því sú að hann vildi ekki vera hér. Kannski kemur hann aftur í framtíðinni þegar aðstæður eru breyttar. Ég veit ekkert um það."

Leikur Manchester City og Burnley verður klukkan 14 á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner