Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 19. október 2018 20:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Man Utd sektað fyrir að mæta of seint í leik
Mourinho og félagar voru of seinir á völlinn og fengu sekt í kjölfarið.
Mourinho og félagar voru of seinir á völlinn og fengu sekt í kjölfarið.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur verið sektað um 13.200 pund í kjölfar þess að liðið mætti of seint á leikinn gegn Valencia í Meistaradeild Evrópu.

Liðsrúta United mætti á Old Trafford 45 mínútum áður en leikurinn hófst í byrjun október. Félagið fékk á sig kæru frá UEFA í kjölfarið þar sem þeir voru á endanum sektaðir um 4.400 pund fyrir að mæta seint og 8.800 pund fyrir að seinka upphafssparkinu.

Á sama tíma fékk Jose Mourinho viðvörun frá UEFA vegna seinkunarinnar. Á sama tíma voru Valencia sektaðir um 880 pund vegna stuðningsmanna þeirra sem voru með læti og kveiktu meðal annars í flugeldum á meðan leik stóð.

Rauðu djöflarnir þurftu einungis að ferðast rétt tæplega fimm kílómetra á völlinn en mistókst engu að síðar að mæta á réttum tíma. Eftir viðureignina lét Mourinho óánægju sína í ljós en hann sakaði lögreglu um að bera ábyrgðina vegna þess að þeir neituðu að aðstoða liðið við að mæta á völlinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner