Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. október 2018 22:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Neymar verður hvíldur um helgina
Neymar fær hvíld um helgina.
Neymar fær hvíld um helgina.
Mynd: Getty Images
Allt útlit er fyrir það að Neymar verði hvíldur fyrir viðureign PSG gegn Amiens á morgun samkvæmt Thomas Tuchel, knattspyrnuþjálfara liðsins.

Á blaðamannafundi fyrir leik gaf Tuchel til kynna að ein af stjörnum liðsins fengi hvíld um helgina. Þá gerði Tuchel lítið úr orðrómum þess efnis að Ballon d'Or umræðan sé að hafa áhrif á leikmanninn. Neymar var á ferðinni með landsliði Brasilíu í Suður-Arabíu og er sagður þurfa á hvíldinni að halda.

Fjölmargir vilja sjá Mbappe vinna verðlaunin, eitthvað sem Neymar hefur haft augastað um nokkurn tíma. Umræða þess efnis að liðsfélagi hans ætti að fá verðlaunini eru sögð hafa skapað vandræði á milli leikmanna liðsins.

„Að mínu mati eru engin vandamál því að þetta eru einstaklingsverðlaun og ég þjálfa lið. Þegar bæði Neymar og Mbappe spiluðu frábærlega gegn Lyon var talað um að það væri vandamál fyrir Cavani. Ef Cavani spilar frábærlega er það sagt vera vandamál fyrir hina tvo,” sagði Tuchel.

„Svona er þetta alltaf en þetta er ekki vandamál. Allir leikmenn vilja vinna Ballon d'Or og til þess þurfa þeir að vera á toppnum allt árið. Það þýðir að spila vel með liðinu. Við erum með nokkra af bestu leikmönnum í Evrópu, leikmenn sem geta unnið verðlaunin á hverju ári. Þannig er það.”
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner