Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 19. október 2018 19:46
Ingólfur Páll Ingólfsson
Rússland: CSKA Moskva með sigur - Sverrir skoraði í tapi
Sverrir Ingi skoraði fyrir Rostov í kvöld.
Sverrir Ingi skoraði fyrir Rostov í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir voru á dagskrá í rússnesku úrvalsdeildinni í kvöld og þar voru tvö Íslendingalið á ferðinni.

Hörður Björgvin var í byrjunarliði CSKA er liðið mætti FK Anzi Makhackala á útivelli. Leiknum lauk með tvo sigri CSKA en Nikola Vlasic sem er á láni frá Everton skoraði fyrra markið. Þá kláraði Fedor Chalov dæmið fyrir gestina þremur mínútum eftir að Arnór Sigurðsson kom inn á af bekknum.

Sverrir Ingi og Ragnar Sigurðsson voru báðir í byrjunarliði Rostov sem tapaði 2-1 gegn Lokomotiv Moskvu í kvöld. Sverrir Ingi Ingason var á skotskónum fyrir Rostov en markið dugði ekki til þar sem Lokomotiv skoraði eina mark síðari hálfleiks og fór með sigur af hólmi.

Rostov er eftir leikinn í 5. sæti deildarinnar með 18 stig en CSKA er í því þriðja með einu stigi meira.
Athugasemdir
banner