Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. október 2018 13:11
Elvar Geir Magnússon
Sarri tjáði sig um Hazard, Mourinho og meiðslastöðuna
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea.
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea.
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í London í hádeginu en bláliðar eiga hádegisleik gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Á fundinum fór hann yfir meiðslastöðu Chelsea og sagði að Antonio Rudiger og Mateo Kovacic væru orðnir góðir og ættu að geta spilað.

Hinn ungi Ethan Ampadu spilar ekki á næstunni en meiðsli hans eru alvarleg. Þá eru Callum Hudson-Odoi og Ross Barkley að glíma við smávægileg meiðsli.

Hazard alltaf ánægður
Á fundinum var Sarri spurður út í Eden Hazard, sem er af mörgum talinn einn af þremur bestu leikmönnum heims.

„Hann er stórkostlegur leikmaður. Það verður mikilvægt fyrir okkur ef hann verður áfram. Hann getur unnið allt hjá okkur, líka gullknöttinn. Chelsea er lið sem getur unnið Meistaradeildina og Belgía getur unnið Þjóðadeildina. Hann þarf ekki að fara til Spánar," segir Sarri.

Hazard er orðaður við Real Madrid en fyrrum forseti Real Madrid hefur sagt að Hazard sé haldið sem þræli í London.

„Það held ég ekki," sagði Sarri hlæjandi þegar hann var spurður út í þau ummæli. „Síðustu þrjá mánuði hef ég alltaf séð hann mjög ánægðan. Þetta er ekki satt."

Mourinho einn besti stjóri heims
Sarri um Mourinho:

„Við erum að tala um stjóra sem hefur unnið allt. Það þurfa allir að sýna honum virðingu. Ég tel hann einn besta stjóra í heimi. Manchester United er að gera vel í Meistaradeildinni og getur bætt stöðu sína í deildinni."

Um sögusagnir um að Alvaro Morata gæti yfirgefið Chelsea í janúar:

„Blöðin þekkja mig ekki mjög vel. Ég er algjörlega einbeittur á að bæta mitt lið og leikmenn. Morata hefur spilað betur undafarinn mánuð og undanfarna daga hefur hann verið mjög öflugur á æfingum," sagði Sarri.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 22 8 3 76 32 +44 74
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Brighton 33 11 12 10 52 50 +2 45
11 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner