fös 19. október 2018 20:27
Ingólfur Páll Ingólfsson
Þýskaland: Eintracht Frankfurt valtaði yfir Fortuna Dusseldorf
Jovic fór á kostum í kvöld.
Jovic fór á kostum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Einn leikur var á dagskrá í þýska boltanum í kvöld þar sem Eintracht Frankfurt tók á móti Fortuna Dusseldorf.

Frankfurt fékk umdeilda vítaspyrnu á 20. mínútu þegar boltinn fór í hönd varnarmanns Dusseldorf. Dómarinn notaðist við VAR og dæmdi vítið rúma vítaspyrnu rúmlega mínútu eftir að atvikið átti sér stað.

Sex mínútum síðar skoraði Luka Jovic stórkostlegt mark þegar hann tók boltann á lofti. Frankfurt og Jovic gengu á lagið í kjölfarið og mörkunum rigndi inn. Jovic skoraði alls fimm mörk en Sebastian Haller og Dodi Lukebakio skoruðu sitt hvort markið líka.

Eintracht Frankfurt er eftir leikinn með þrettán stig í 6. sæti en Fortuna Dusseldorf er á botninum með fimm stig.

Eintracht Frankfurt 7 - 1 Fortuna Dusseldorf
1-0 Sebastien Haller ('20 , víti)
2-0 Luka Jovic ('26 )
3-0 Luka Jovic ('34 )
4-0 Sebastien Haller ('50 )
4-1 Dodi Lukebakio ('53 )
5-1 Luka Jovic ('55 )
6-1 Luka Jovic ('69 )
7-1 Luka Jovic ('72 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner